Vestfirðir: velta á fasteignamarkaðnum 5,7 milljarðar króna í fyrra

Frá Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Samanlögð velta á fasteignamarkaði á Vestfjörðum varð 5,7 milljarðar króna á síðasta ári í 239 samningum. Þetta kemur fram í gögnum Þjóðskrár Íslands.

 

Vestfirðir 2019
Velta alls mkr. fjöldi samn.
jan           465 20
febr         453 21
mars        456 21
572 24
409 19
503 25
228 14
607 17
461 31
245 12
238 13
des       1.067 22
alls       5.703

239

 

 

Mest var selt af sérbýli. Þar voru gerðir 118 samningar fyrir 2.504 milljónir króna. Seldar voru íbúðir í fjölbýli fyrir 1.501 milljón króna í 75 samningum og aðrar eignir voru seldar fyrir 1.698 milljónir króna í 46 samningum.

52% á Ísafirði

Rúmur helmingur af heildarveltunni var á Ísafirði eða 2.978 milljónir króna í 123 samningum. Hlutur Ísafjarðar í fjölbýli var mun hærri. Þar var selt fjölbýli fyrir 1.288 milljónir króna , sem er 86% af sölunni á Vestfjörðum. Hlutur Ísafjarðar í sérbýlinu var rétt um helmingur.

DEILA