Suðureyri: kvenfélagið Ársól 100 ára

Formaður Ársólar Guðrún Oddný Schmidt fyrir miðju með heiðursfélagana Guðrúnu Björnsdóttur og Guðnýju Guðnadóttur.

100 ára afmæli Kvenfélagsins Ársólar á Suðureyri var haldið á hinu árlega Sólarkaffi á sjálfan Konudaginn. Tvær konur voru heiðraðar fyrir góð störf í félaginu þær Guðrún Björnsdóttir og Guðný Guðnadóttir. Leikskóla og Grunnskólabörn sungu nokkur lög og Súgfirðingar fjölmenntu í Félagsheimilið til þess að fagna með kveðfélagskonum.

Starfandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, þórdís Sif Sigurðardóttir var mætt á afmælishátíðina. Ágústa Gísladóttir er hægra megin. Myndir: Helga Guðný Kristjánsdóttir.

DEILA