Þæfingsfærð eða ófært er á flestum leiðum á Vestfjörðum.
Hálka og skafrenningur er á Hálfdán, Mikladal en snjóþekja og snjókoma á Kleifaheiði.
Þungfært er á Hjallaháls. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettsháls og beðið er með mokstur vegna veðurs.
Þá er óvissustig á Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð er lokuð.