Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var veitt í sextánda sinn í dag, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.
Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin og var það Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni.
Aðstandendur hátíðarinnar voru að vonum hæstánægðir þegar þær tóku á móti viðurkenningunni og verðlaunafé að upphæð 2.000.000 kr., enda í þriðja sinn sem hátíðin kemst á Eyrarrósarlistann.
Auk Skjaldborgar hlutu Kakalaskáliog Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirðiformlega tilnefningu til verðlaunanna. Hvort verkefnið um sig fær í sinn hlut verðlaunafé að upphæð 500.000 kr.
Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Air Iceland Connect.