Ruslahreinsun á Hornströndum 2020

Undirbúningur fyrir sjöundu ferð Hreinni Hornstranda stendur nú yfir en í ár er lagt upp með að hreinsa Smiðjuvík og strandlengjuna í kringum Bjarnarnes ef veður leyfir.

Uppleggið er svipað og undanfarin ár, gert er ráð fyrir brottför á föstudegi annaðhvort gangandi eða siglandi, hreinsun á laugardegi og sunnudegi þar sem gist verður í tjöldum áður en komið er aftur til Ísafjarðar á sunnudagskvöldi.

Skráning er ekki hafin en hún verður auglýst þegar endanleg dagsetning liggur fyrir en gert er ráð fyrir að ferðin verði farin seinni hluta júní mánaðar.

Styrktaraðilar gera starf Hreinni Hornstranda mögulegt en rétt er að taka fram að félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og fara styrkir í að greiða kostnað sem hlýst af ferðunum.

Styrktaraðilar verkefnisins eru Landhelgisgæsla Íslands, Ísafjarðarbær, Umhverfisstofnun, Vesturferðir – West Tours, Borea Adventures Iceland, Amazing Westfjords, Aurora Arktika, VesturVerk, Icelandair Hotels, Gámaþjónustan, Landsbankinn og Icelandair Hotels.

DEILA