María Júlía sem er í eigu Byggðasafns Vestfjarða og Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti hefur legið við bryggju á Ísafirði undanfarin ár og er ástand skipsins ekki gott.
Nú hafa eigendur skipsins óskað eftir því að við Ísafjarðarbæ að fá aðstoð og heimild bæjarins til að setja skipið upp í Suðurtanganum á Ísafirði.
Til þess að það megi verða þarf að dýpka rennu sem þar er, draga skipið þar upp og tryggja að sjór liggi að því.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka og leggja fyrir bæjarráð.