Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til að gengið verður til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttir í starf sveitarstjóra Borgarbyggðar.
Sú ákvörðun verður lögð fyrir sveitarstjórn á fundi fimmtudaginn 13. febrúar.
Þórdís Sif er með Bs gráðu í viðskiptalögfræði og ML gráðu í lögfræði.
Hún hefur síðustu ár starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra og í dag er hún starfandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.