Ég kynntist Hallgrími fyrst í Lindargötuskólanum árið 1953. Síðan vorum við bekkjarfélagar í nokkur ár og milli okkar myndaðist afar góð vinátta sem entist alla tíð.
Fljótlega eftir Kennaraskólann fluttist Grímur vestur á firði og vann þar ýmis störf, sem aðrir munu væntanlega tíunda.
Grímur var ekki tíður gestur í borginni en þegar það gerðist var það til mikillar ánægju allra á heimilinu. Annars áttum við óteljandi símtöl þar sem við gáfum skýrslur. Síðasta símtalið var við okkur Dúnu, daginn áður en hann lést og snerist um Bókamarkaðinn og okkar þátt í honum fyrir Vestfirska forlagið.
Að lokum sendum við Guðrúnu og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Takk fyrir vináttuna Jens Kristleifsson, Dúna og fjölskylda okkar.