Eldsmíðanámskeið á Þingeyri

Skráning er hafin á Eldsmíðanámskeið á Þingeyri sem haldið er í samvinnu Byggðasafns Vestfjarða og Gíslastaða.

Kennari er engin annar en Róbert Daníel Kristjánsson og verður kennt í gömlu smiðjunni á Þingeyri.
Um er að ræða helgarnámskeið sem verður haldið helgina 29. febrúar- 1. mars 2020.

Verð aðeins 28.000.- krónur og er efni innifalið. Einnig verður boðið upp á víkingasúpu á Gíslastöðum í Haukadal á laugardeginum.

Skráning er hafin í síma 891 7025 einnig er hægt að senda tölvupóst á komedia@komedia.is

Kennt verður eins og hér segir:
Laugardagur kennt frá 10.00 til 16.000.
Sunnudagur kennt frá 11.00 til 15.00

Svona útbúin/n er best að mæta:
með öryggisgleraugu
rúskinsvetlinga
og ekki vera í nælon né plastfatnaði, ullarföt frekar, eða vinnugalla – ef þið eigið leðursvuntu þá er það mjög gott

Þarf ekkert endilega að koma með hugmynd af verkefni frekar en vill en öllu má skella í kosmóið.

DEILA