Bolungavíkurhöfn: 871 tonn í janúar

Það voru fáir bátar í Bolungavíkurhöfn í blíðviðrinu í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landaður afli í Bolungavík varð 871 tonn í janúarmánuði.

Togarinn Sirrý ÍS landaði 473 tonnum eftir sjö veiðiferðir.  þrír snurvoðarbátar lönduðu samtals um 4 tonnum. Að öðru leyti varð aflinn veiddur á línu.

Aflahæst voru Jónína Brynja ÍS með 114 tonn og Fríða Dagmar  ÍS með 110 tonn, báðir eftir 14 róðra. Einar Hálfdáns ÍS landaði 63 tonnum eftir 15 róðra, Otur II var með 65 tonn eftir 14 veiðiferðir og Guðmundur Einarsson ÍS með 40 tonn eftir 12 róðra. Þá landaði Indriði Kristins BA 2 tonnum.

DEILA