Björgunarsveitin Blakkur fær styrk

Bæjarráð vesturbyggðar hefur samþykkt styrktarsamningi við björgunarsveitina Blakk. Samningurinn gerir ráð fyrir 1.400.000 kr. framlagi árlega til sveitarinnar næstu þrjú árin.

Í samningnum er einnig kveðið á um þau verkefni sem björgunarsveitin mun sinna fyrir Vesturbyggð.

Björgunarsveitin var með opið hús á þriðjudaginn í tilefni af 112 deginum og sýndi aðstöðu sína og búnað.

Samstarfssamningurinn við Vesturbyggð var undirritaður á stjórnarfundi Blakks í gær.

Aðalfundur sveitarinnar haldinn síðasta laugardag og kosið var í stjórn og eftirtaldir aðilar sitja nú í stjórn og varastjórn:

Siggeir Guðnason formaður
Magni Smárason varaformaður
Arna Margrét Arnardóttir gjaldkeri
Þorbjörn Guðmundsson ritari/meðstjórnandi
Jónas Þrastarson meðstjórnandi

Guðmundur Pétur Halldórsson varastjórn
Halldóra Braga Skúladóttir varastjórn
Maggý Hjördís Keransdóttir varastjórn
Sigurpáll Hermannsson varastjórn
Vilhelm Snær Sævarsson varastjórn

DEILA