Um kl. 10:00 í morgun lagði B/S Björg 2542 úr höfninni á Rifi áleiðis til Flateyrar. Það eru félagar í Björgunarsveitunum fyrir vestan sem óttu bátinn og sigla honum til Flateyrar. Áætlað er að skipið verði komið til Flateyrar í kvöld. Ætti að vera um 20:00 – 21:00 ef allt gengur vel að sögn Magnúsar Einars Magnússonar formanns björgunarsveitarinnar Sæbjörg á Flateyri.
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) ákvað í liðinni viku að verða við óskum heimamanna á Flateyri og flytja B/S Björg (2542) vestur.
Björginni er ætlað að tryggja Flateyringum örugga leið frá höfninni á Flateyri og inn á Holtsbryggju (innarlega í Önundarfirði).
Í framhaldi hörmunganna 1995 var bryggjan í Holti (innarlega í Önundarfirði) endurbyggð og þá með það fyrir augum að vera varaleið fyrir Flateyringa til og frá þorpinu ef vegir lokuðust til lengri eða skemmri tíma. Þá datt engum í hug að sú staða gæti komið upp að á Flateyri yrði ekki til tiltækur bátur í slíkar ferðir og hvað þá að þeir myndu flestir eyðileggjast á einni nóttu.
Síðan 1995 hefur Holtsbryggjan nokkru sinnum þurft að sinna hlutverki þessu í neyð og vill SL með þessu leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi íbúa Flateyrar.
Björgin (2542) sem smíðuð er 19777 hefur verið í höfninni á Rifi verkefnalaus síðan í Júní 2019, kemur það til vegna þess að henni var skipt út fyrir yngra samskonar skip á þeim tíma (Heitir einnig Björg en með skipaskráinganúmerið 2742).
Björgin (2542, eldri) hefur verið til sölu á þessum tíma og er í góð ásigkomulagi.
Strax og frétti bárust af því að þessi möguleiki væri á borðinu fóru félagsmenn SL á Rifi að huga að því að gera skipið ferðaklárt, fylltu alla tanka af olíu og gengu úr skugga um að skipið væri klárt til ferðar á Flateyri.
Þá hefur Forsætisráðherra ákveðið að styrkja SL með hálfri milljón í þetta verkefni sem að nýtist til kaupa á siglingartölvu, olíukostnaðar o.fl. við þessa framkvæmd svo Björgin sé fullbúinn og klár að sinna verkefnum á Flateyri.
Munu sjálfboðaliðar Björgunarsveitarinnar Sæbjargar sjá um að manna skipið í þeim verkefnum sem mögulega koma upp, enda eru margir þessara sjálfboðaliða með réttindi bæði til vél- og skipstjórnar.
Skipið verður staðsett á Flateyri fram á vorið eða svo lengi sem talinn er þörf á því að hafa skipið í höfn þar til að auka öryggi fyrir íbúa staðarins.
Teitur Magnússon hjá björgunarfélagi Ísafjarðar er um borð og tók þessar myndir í morgun.