Í kjördæmaviku Alþingis mun Þingflokkur Framsóknarmanna hefja yfir 50 funda fundaröð um land allt undir yfirskriftinni „Áfram veginn“.
Fundirnir verða opnir öllum og viljum fá sem flest viðhorf landsmanna – hlusta eftir því hvað það er sem brennur helst á fólki. Það yrði okkur mjög gott veganesti í baráttu Framsóknar fyrir vorið, jafn mikilvægt afl í íslensku samfélagi og Framsókn er.
Af þessum 50 fundnum sem haldnir verða eru 10 á Vestfjörðum og verða þeir haldnir 12 og 13 febrúar sem hér segir:
Framsókn boðar til súpufundar í Einarshúsi Bolungarvík miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12.00.
Sigurður Ingi, Lilja Dögg, Ásmundur Einar og Líneik Anna taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12.30.
Halla Signý og Þórarinn Ingi taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar í Gunnukaffi á Flateyri miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14.00.
Sigurður Ingi, Lilja Dögg, Ásmundur Einar og Líneik Anna taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar á veitingahúsinu Hópið á Tálknafirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17.00.
Halla Signý og Þórarinn Ingi taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar á Fisherman hóteli á Suðureyri miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17.00.
Sigurður Ingi og Lilja Dögg taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar í Blábankanum á Þingeyri miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17.00.
Ásmundur Einar og Líneik Anna taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar í Félagsheimilinu á Bíldudal miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20.00.
Halla Signý og Þórarinn Ingi taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar á Hótel Ísafirði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 20.00.
Sigurður Ingi, Lilja Dögg, Ásmundur Einar og Líneik Anna taka á móti gestum.
Framsókn boðar til opins fundar í Bókakaffinu í Súðvík fimmtudaginn 13. febrúar kl. 9.30.
Ásmundur Einar tekur á móti gestum.
Framsókn boðar til súpufundar á Cafe Riis á Hólmavík fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12.00.
Ásmundur Einar, Halla Signý og Þórarinn Ingi taka á móti gestum.