Í dag er 112 dagurinn en hann er haldinn árlega 11. febrúar (11.2). Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
Á vef lögreglunnar á Vestfjörðum kemur fram að viðbragðsaðilar ætla að koma saman í tilefni dagsins og minna á neyðarnúmerið 112 sem enginn sem þarfnast hjálpar, ætti að hika við að hringja í hvenær sólarhringsins sem er.
Þetta númer er einnig notað ef þarf að hafa samband við lögregluna hvort sem neyð er til staðar eða ekki.
Viðbragðsaðilar í Vesturbyggð og í Tálknafjarðarhreppi ætla að koma saman við Sigurðarbúð á Patreksfirði milli kl.16:30 og 18:00.
þá ætla viðbragðsaðilar á norðanverðum Vestfjörðum ætla að hittast við slökkvistöðina á Ísafirði milli kl.13:00 og 15:00.
Öllum er boðið að koma og hitta viðbragðsaðila sem verða á staðnum og skoða búnað sem til sýnis verður.