Virkjun fær nú flest það bætt

Heldur mjakast mál áfram í rétta átt varðandi áform um Hvalárvirkjun og horfir betur en var þegar fjölmiðastormurinn geysaði síðastliðið sumar.

Jón Atli Játvarðsson á Reykhólum orti og telur úrlausn mála í sjónmáli vegna Hvalárvirkjunar. Eða hér um bil? spyr hann þó.

 

 

Byggð upp fögur fjallalón
hvar flettist land í sundur.
Umferð ljúf og ekkert tjón,
þar áður týndist hundur.

Virkjun fær nú flest það bætt
sem fraus við kaldan blástur.
Boðið öllum súrum sætt
og sett á skrámu plástur.

Þetta er okkar veika vörn
og viðmótsþíðar sættir.
Annars kemur önnur törn
og allir skúrkar mættir.

Nú er komin þvínæst þögn
um þessi málin bæði.
Þó einhver nefni línulögn
og ljón í vegarstæði.

Allt mun þetta auðnast vel
og endir mála fundinn.
Ganga þó hin grimmu él
sem gætu drepið hundinn.

DEILA