Reykhólahreppur: Allir íbúar frá frítt í Grettislaug

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var samþykkt að endurgreiða árskort í sund fyrir ALLA íbúa með lögheimili í Reykhólahreppi. Það er liður í heilsueflingu og tekur gildi strax.

Um nokkurra ára skeið hefur verið í boði íþrótta- og tómstundakort sem veitir börnum og unglingum rétt á ákveðnum fjárstyrk til margvíslegra tómstundaiðkana, íþrótta og tónlistar o.fl. Nú hefur sundkortunum verið bætt við og heita þau núna íþrótta-, tómstunda- og sundkort Reykhólahrepps.

Andvirði sundkortanna er viðbót við tómstundastyrkinn sem börn og unglingar hafa fengið, og eins og áður segir, fá allir aðrir sem lögheimili eiga í hreppnum endurgreidd árskort í Grettislaug.

DEILA