Laxinn lifir – safnar fyrir kostnaði við málaferli

Langadalsá. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarins besta hefur borist afrit af bréfi frá samtökunum Laxinn lifir sem sent var út fyrir áramót til ýmissa aðila svo sem veiðifélaga. Erindið er að fara fram á fjárframlög til þess að standa straum af kostnaði við málaferli bæði á stjórnsýslustigi og fyrir dómstólum, sem samtökin hafa staðið fyrir,  til þess að fá eldisleyfi ógilt.

Segir í bréfinu að baráttan hafi gengið upp og ofan en hún hafi veitt stjórnsýslunni og eldisfyrirtækjunum mikilvægt aðhald „þannig að tjón verði lágmarkað.“  Sérstaklega til marks um árangurinn er nefnt að ógilt hafi verið leyfi Háafells í Ísafjarðardjúpi  og að leyfi í Tálknafirði og Patreksfirði hafi sömuleiðis verið ógilt sem hafi leitt til afskipta Alþingis með því að veita bráðabirgðaleyfi.

Þá sgeir að ýmsir hafi veitt lið baráttunni gegn eldi í sjókvíum og eru sérstaklega nefnd til  NASF og Iceland Widlife Fund.  Árangur barátturinn er tainn vera sá að veiting nýrra leyfa hafi tafist og skilyrði hafi verið hert.

Í bréfinu segir að mikil sjálfboðavinna lögfræðinga og fleiri hafi verið unnin af hendi fyrir Laxinn lifir en vegna dómsmála hafi fallið til umtalsverður kostnaður til lögmanna sem ráðnir hafa verið.

Aflað hafi verið styrkja frá veiðifélögum og stangveiðimönnum innlendum sem erlendum en fyrirsjáanlegt sé að umtalsverður kostnaður haldi áfram að falla til og er því farið fram á fjárstuðning í bréfinu.

Undir bréfið rita Ari Wendel og Einar Sigfússon.

 

DEILA