Félag makrílveiðimanna hefur stefnt íslenska ríkinu vegna kvótasetningar á makríl vorið 2019.
Við kvótasetninguna töpuðu smærri bátar um helming af sínum kvóta til stóru
uppsjávarskipanna. Sá kvóti sem eftir er skilinn hjá minni útgerðunum hefur einnig
takmarkaðri réttindi til framsals en kvóti stærri skipanna.
Einnig var sett inn ákvæði sem leyfir ráðherra sjávarútvegsmála að taka af smærri bátum kvótann á hverju ári án endurgjalds og
færa hann til stærri skipa.
Grundvöllur stefnunnar er sá að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp sem miðaði við
rúmlega þrefalt lengri aflareynslutíma enn gildandi lög um veiðar á deilistofnum kveða á um.
Þar sem stærstu útgerðirnar stóðu einar að þessum veiðum fyrstu árin er grundvöllur
frumvarpsins þeim mjög hagstæður
Auk þessa er nýlunda að ráðherra hafi heimild til að taka heimildir útgerða af þeim innan
fiskveiðiársins telji hann veiðar ekki þróast eftir hans geðþótta. Lögin eru því fyrir margar sakir
án fordæma og staða smærri útgerða og skipa mun verri enn áður. Félag makrílveiðimanna
reyndi ítrekað að vara við veikum grundvelli laganna og afleiðingar þeirra við meðferð
frumvarpsins fyrir þinginu, en án árangurs. Varð frumvarpið að lögum án nægilegrar umræðu
í skjóli umræðu um innfluttning á hráu kjöti og orkupakka 3.
Félagið hefur því fundið sig knúið
til að láta á lögmæti löggjafarinnar reyna.