Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 3 & 4 við vinnu Dýrafjarðarganga.
Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að haldið var áfram að sprautusteypa yfir klæðingarnar.
Steypuvinna við fyrsta neyðarrýmið er langt komin og fyrsta steypa komin í öðru neyðarrými en í heildina eru neyðarrýmin fimm talsins. Búið er að steypa tvo tengibrunna fyrir 132 kV jarðstreng Landsnets og uppsláttur hafin á þriðja tengibrunninum en í heildina eru tengibrunnarnir fimm.
Byrjað var að keyra neðra burðarlag í veginn í göngunum og haldið áfram með fyllingar undir neðra burðarlag. Byrjað var að grafa og sanda í skurði fyrir ídráttarrörum sem eru fyrir stýristrengi og lágspennu í hægri vegöxl. Vinna við rafmagn hófst í tæknirýmum.
Á meðfylgjandi myndum má sjá neyðarrýmin tvo sem eru í smíðum og mót fyrir tengibrunn.
Fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga
Baldvin Jónbjarnarson