Vel heppnuð námskeið á Suðureyri

Einn af vaxandi þáttum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er samvinna við fyrirtæki og stofnanir um námskeiðahald. Námskeiðin eru af ýmsu tagi en markmiðið er alltaf að efla og styrkja starfsfólk á einhvern hátt, faglega eða persónulega.

Dæmi um eitt slíkt námskeið var þriðjudaginn 3. desember þegar starfsfólks Klofnings á Suðureyri sótti tvö námskeið, annars vegar um samstarf og samvinnu á vinnustað sem kallaðist því skemmtilega nafni Hamingja, himnaríki, helvíti og hins vegar námskeið um átthagafræði og sögu Suðureyrar. Klofningur bauð elstu börnunum í Grunnskólanum á Suðureyri að sækja það síðara sem hluta af samfélagsverkefni enda var það liður í að efla almennri vitund og vitneskju um staðinn.

Fyrr á árinu vann Fræðslumiðstöðin með Klofningi að gerð fræðsluáætlunar fyrir allt starfsfólk fyrirtækisins og voru þessi námskeið meðal þess sem kom út úr þeirri vinnu. Leiðbeinandi á báðum námskeiðunum var Súgfirðingurinn Eyþór Eðvarðsson, vinnusálfræðingur hjá Þekkingarmiðlun.

DEILA