Slæm veðurspá

Útlit er fyr­ir að gangi í norðan­rok jafn­vel ofsa­veður með snjó­komu á vest­an­verðu land­inu á morg­un, þriðju­dag. Fólki er bent á að fylgj­ast vel með spám þar sem bú­ist er við einu versta veðri vetr­ar­ins hingað til en gul­ar viðvar­an­ir eru í gildi víða, seg­ir í viðvör­un frá Veður­stofu Íslands.
„Á Græn­lands­hafi er lægð að nálg­ast landið og úr­komu­svæði henn­ar geng­ur norðaust­ur yfir landið í dag. Fer því fljót­lega að snjóa suðvest­an­lands, en síðar slydda eða rign­ing á þeim slóðum. Hæg­ur vind­ur norðaust­an til fram á kvöld, en fer þá einnig að hvessa og snjóa þar. Hlýn­ar nokkuð í veðri í dag.

Í nótt dreg­ur síðan til tíðinda þegar önn­ur kröpp lægð sunn­an úr hafi kem­ur upp að Aust­fjörðum. Lægðirn­ar tvær valda síðan í sam­ein­ingu ört vax­andi norðanátt á land­inu. Kom­inn verður storm­ur eða rok og farið að snjóa norðan til í fyrra­málið, en mun hæg­ari vind­ar og bjartviðri syðra. Eft­ir há­degi herðir enn á norðanátt­inni og bæt­ir tals­vert í snjó­komu nyrðra, en hvess­ir einnig fyr­ir sunn­an. Vind­styrk­ur get­ur náð ofsa­veðri við norðvest­ur­strönd­ina á morg­un og jafn­vel víðar.

Vest­f­irðir
Norðan­stór­hríð (appelsínugult ástand)
10. des. kl. 05:00 – 11. des. kl. 08:00
Útlit er fyr­ir norðaust­an- og síðan norðan­rok, jafn­vel ofsa­veður, (23 til 32 m/​s) með snjó­komu eða élj­um og skafrenn­ingi. Bú­ast má við víðtæk­um sam­göngu­trufl­un­um og tjóni og/​eða slys­um ef aðgát er ekki höfð og ekk­ert ferðaveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi. Fólk er beðið um að fylgj­ast vel með veður­spám.
Strand­ir og Norður­land vestra

Norðan­hríð (appelsínugult ástand)
10. des. kl. 07:00 – 11. des. kl. 14:00
Útlit er fyr­ir norðaust­an- og síðan norðan­rok, jafn­vel ofsa­veður, (23 til 32 m/​s) með snjó­komu eða élj­um og skafrenn­ingi. Bú­ast má við víðtæk­um sam­göngu­trufl­un­um og tjóni og/​eða slys­um ef aðgát er ekki höfð og ekk­ert ferðaveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi. Fólk er beðið um að fylgj­ast vel með veður­spám.

DEILA