Sérfræð­ingar um grænt samfélag

Umhverf­is­stofnun leitar að tveimur sérfræð­ingum til að vinna að vitund­ar­vakn­ingu um grænan lífs­stíl og neyslu með áherslu á loft­lagsmál í öflugu teymi sérfræð­inga þar sem lögð er áhersla á þverfag­lega teym­is­vinnu.

Starfsaðstaða getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu.

Starfssvið sérfræðinganna felst í að þróa verkefni um loftslagsstefnu stofnana og sveitarfélaga, vinna að aðgerðum í stefnunni Saman gegn sóun og verkefnum tengdum umhverfismerkinu Svaninum. Störfin fela jafnframt í sér fræðslu og miðlun upplýsinga til almennings ásamt samskipti við fyrirtæki og opinbera aðila.

Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2020

DEILA