Föstudaginn 13. des. milli kl. 13 og 17 mun Þörungaverksmiðjan á Reykhólum opna húsakynni sín fyrir gesti og gangandi.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á tækjum og frágangi á undanförnum árum. Nú eru sveitungar og allur almenningur boðinn velkominn í heimsókn.
Íbúar í Reykhólahreppi, fyrrum starfsmenn, núverandi starfsmenn og makar þeirra, börn og barnabörn alveg sérstaklega velkomin svo og landeigendur og aðrir vildarvinir.
Starfsfólk mun leiða gesti um salarkynnin og skýra frá starfseminni.
Kynning rúllar uppi á kaffistofu og þar er heitt á könnunni.