Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út þann 11 desember síðast liðinn eru selveiðar við Ísland bannaðar.
Fiskistofa getur þó veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Leyfi skulu bundin því skilyrði að allur afli sé skráður og að Fiskistofu verði sendar árlega skýrslur um sókn og afla.
Leyfi til selveiða til eigin nytja skulu gefin út fyrir hvert almanaksár.
Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2020.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2020.
Umsóknum skal skila á eyðublaði hér að neðan sem senda skal með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is