Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í dag verður afgreidd tillaga frá Sjálfstæðisflokknum um að Daníel Jakobsson tæki aftur sæti í bæjarráði og verði formaður þess en Hafdís Gunnarsdóttir sem gegnt hefur því í leyfi Daníels verði varamaður í bæjarráði.
Daníel hefur verið í leyfi sem bæjarfulltrúi frá því í maí síðastliðnum og hefur varið tímanum til dvalar í Noregi þar sem hann hefur kynnt sér laxeldi.
Hafdís Gunnarsdóttir sinnir áfram formennsku í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar og er auk þess formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.