Jólalagakeppni Rásar 2 er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi RÚV en hún er nú haldin í sautjánda sinn. Sérstök dómnefnd fór í gegnum öll innsend lög í keppninni í ár og valdi átta þeirra til úrslita. Það er síðan í höndum hlustenda að kjósa úr þeim sitt uppáhalds jólalag og atkvæði þeirra gilda jafnt á móti dómnefnd.
Kosningu lýkur klukkan 09:00 á fimmtudagsmorguninn 12. desember og úrslitin verða tilkynnt í Popplandi síðar um daginn. Lagið sem verður fyrir valinu fær útnefninguna jólalag Rásar 2 árið 2019 og sigurvegarinn vegleg verðlaun.
Þessir fjórir ungu Bolvíkingar eru Guðmundur Kristinn Jónasson, Sigurvaldi Kári Björnsson, Jóhann Samúel Rendall og Gabríel Heiðberg Kristjánsson sem sendu inn lag sem heitir Einn um jólin undir höfundarnafninu Betlehemsbræður og JGG.
Hægt er að hlusta á lögin á vef RUV og hvetjum við alla til að gera það og taka þátt í kosningunni.
https://www.ruv.is/frett/kosning-taktu-thatt-i-ad-velja-jolalag-rasar-2-2?fbclid=IwAR2-