Tæplega 830 tonnum hefur verið landað í Bolungavíkurhöfn frá mánaðamótum.
Togarinn Sirrý ÍS hefur landað 359 tonnum eftir fjóra róðra.
Sex snurvoðarbátar hafa landað samtals nærri 200 tonnum. Ásdís ÍS hefur fiskað 78 tonn í 7 róðrum, Þorlákur ÍS er með 47 tonn, Finnbjörn Ís hefur landað 9 tonnum og Páll Helgi ÍS 5 tonnum. Þá er Rifsarinn SH með 11 tonn og Saxhamar SH með 47 tonn.
Fimm línubátar hafa landað um 270 tonnum. Fríða Dagmar ÍS hefur veitt 78 tonn í 8 róðrum, Jónína Brynja ÍS er með 67 tonn einnig eftir 8 róðra, Guðmundur Einarsson ÍS 41 tonn, Otur II ÍS hefur landað 50 tonn en í 10 róðrum og Einar Hálfdánsson ÍS hefur veitt 37 tonn í 10 róðrum.