Hagyrðingar Vestfirðinga fóru strax á stjá eftir Kveik kvöldsins um Samherja.
Indriði á Skjaldfönn var snöggur til sem fyrri daginn, enda með eindæmum hraðkvæður og nefnir vísuna „miskunnsami“ Samherjinn:
Þetta hyski ógeðs er.
Engin samviska það kvelur.
Þjóðarauðinn ætlar sér.
Ógnar, mútar, svíkur, stelur.
Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum lét ekki bíða lengi eftir sér :
Samherja og Sjólagrín
sóðalegur fjandi.
Töpuð gula Guggan mín
og gullið flutt úr landi.
og hann bætti svo við:
Undanhald og auðinn ver
með afbragðs kvótalykli.
Til Kýpur fer að forða sér
fiskidólgurinn mikli.