Á morgun þriðjudag verður haldinn stofnfundur nýrra samtaka atvinnurekenda á Ströndum og Reykhólum í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Vonast er til þess að allir sem eru með einhverskonar atvinnustarfsemi, hvort sem hún er í stórum eða smáum stíl, sjái sér fært að mæta. Samtökunum er ætlað að vera samstarfsvettvangur fyrirtækjanna og málsvari gagnvart sveitarfélögum og stjórnvöldum.
Það er Vestfjarðastofa sem er sjálfseignarstofnun sem tók við verkefnum sem Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga sinntu áður. Undir Vestfjarðastofu heyrir einnig Markaðsstofa Vestfjarða og menningarfulltrúi Vestfjarða.
Markmið Vestfjarðastofu er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna. Markmiði sínu hyggst Vestfjarðastofa ná með öflugu samstarfi atvinnulífs, sveitarfélaga, ríkisvalds og stoðkerfis hins opinbera.