Árin 2019 – 2021 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Áfram er í gildi sölubann á rjúpum
Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir.
Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar.
Veiðimönnum er enn fremur bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum svo og að afla leyfis landeigenda þar sem það á við
Einnig skal bent á að rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi;
Kinnarstöðum,
Skógum,
Gröf,
Múla í Þorskafirði,
Þórisstöðum,
Hyrningsstöðum,
Berufirði,
Skáldsstöðum,
Hafrafellslandi 3.
Gillastöðum.