Norskar kvikmyndir sýndar í Ísafjarðarbíó

Norska sendiraðið og Ísafjarðarbio bjóða upp á tvær norskar kvikmyndir miðvikudaginn 27. nóvember. Allir eru velkomnir og fritt inn. Norskt tal og enskur texti.

TUNGESKJÆRERNE er sýnd kl. 16:00. Þorsktungur þykja lostæti í Noregi. Samkvæmt hefðinni eru það börn sem taka að sér það starf að skera út tungurnar. Hin níu ára Ylva fer frá Osló í lítið fiskiþorp til að vinna sem tunguskeri. Þar hittir hún hinn 10 ára Tobias. Hann er metnaðargjarn og reyndur tunguskeri. Falleg vinátta myndast í hafi af fiskhausum. Skemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa.

RETT VEST hlýtur að vera titill sem höfðar til vestfirðinga og hún hefst kl. 20:00. Kasper missir vinnuna og pabbinn Georg fær taugaáfall þegar hann missir konuna sína. Saman ákveða þeir feðgar að fara vestur yfir fjall og kannski finna gleðina á ný. Georg í kvenfötum og Kasper í ruglinu lenda í ýmsu á leiðinni.

DEILA