Lífgrös og leyndir dómar

Lækningajurtir og saga lækninga eru viðfangsefni bókar­innar Lífgrös og leyndir dómar sem dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóð­fræðingur er að senda frá sér. Í bókinni er meðal annars fjallað um gamlar íslenskar lækningabækur og hvernig þekking á íslenskum lækninga­grösum safnaðist saman, blandaðist um tíma hjátrú og göldrum, en varð um síðir að þeim grasalækningum og lyfjaiðnaði sem við þekkjum í dag.

Ólína hefur unnið að bókinni Lífgrös og leyndir dómar hátt í tvo áratugi með hléum en hún segir að síðastliðin fjögur ár hafi hún unnið að því að klára bókina, sem um þessar mundir er að koma í verslanir.

Í bókinni Lífgrös og leyndir dómar er viðauki þar sem taldar eru upp allar íslenskar villtar plöntur sem koma við sögu í ritum frá 17. og 18. öld auk þess sem þar er listi yfir erlendar plöntur sem nefndar eru í íslenskum lækningahandritum.

DEILA