Hvatastöðin og Galdrasýning á Ströndum verða með spennandi viðburð í Hvatasstöðinni á morgun þriðjudag kl 19-21.
Í staðinn fyrir hefðbundinn hugleiðslutíma munum við í samvinnu við Ólaf Stefánsson fyrrum landsliðsfyrirliða í handbolta, föður, Shaman lærling, sjósundmann heimspeking, rithöfund, gjörningarlistamann/truflara, impróvista, frumkvöðul, fyrirlesara, leiðbeinanda í grunnskólum, gítarleikara og sögumann og Arnar Ingvarsson…. standa fyrir Cacao ceremony.
Þeir félagarnir munu bjóða upp á hreint kakó frá Perú Með blandi af öndun, hugleiðslu, sagnamennsku, hljóðfærum og tækni skapa þeir stað fyrir þátttakendur að hvíla hugann og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Þetta verður -oneofakindexperience- og við bjóðum Strandamenn, Reykhóla og Dalamenn sérstaklega velkomna á þennan viðburð. Þetta mun lyfta okkur í hæstu hæðir og lífga upp á lífið. Nú er því tíminn til að leggja niður sauðaklippurnar þetta kvöld, skilja börnin eftir með nesti, fá frí í vinnunni, henda prjónunum frá sér, standa upp frá sjónvarpinu og gefa sér tíma í andlega næringu.