Danmörk: Vilja íslenskan eldislax frekar en norskan

Verslun Wedofood. Mynd: ilaks.no

Danska fyrirtækið Wedofood, sem rekur fimm salatbari í Kaupmannahöfn, vill frekar hafa íslenskan eldislax á boðstólum en norskan. Er það meðal annars vegna laxalúsar sem er verulegt vandamál í norsku eldi. Þetta kemur fram í iLaks.no veffréttariti í Noregi og vitnar það til fréttar í danska blaðinu Börsen. Fram kemur í blaðinu að 38% af fyrirtækjum í sókn vilji taka sjálfbærni og samfélagsábyrgð fram yfir tekjur samkvæmt nýgerðri könnun.

Greiða hærra verð

Framkvæmdastjóri Wedefood er Andreas Moi Boros og hann segir að fyrirtæki vilji velja lax sem er framleiddur við sjálfbærari aðstæður. Nefnir hann meðal annars að seiðin eru alin við aðstæður svo sem jarðhita og þar með lítið kolefnisfótspor.  Íslenski laxinn er dýrari segir Andreas en sjálfbærar aðstæður við framleiðsluna eru þess virði.

Talsmaður norsku laxeldisfyrirtækjanna Sjömat Norge andmælir þessu og segir að framleiðslan í Noregi sé svipuð og á Íslandi hvað kolefnisfótsporið áhrærir.

 

Fram kom í gögnum greiningarfyrirtækisins Pareto sem greint var frá á Bæjarins besta, þegar Arnarlax var skrá í norsku kauphöllina, að Arnarlax fengi hærra verð fyrir eldislaxinn en norsku fyrirtækin.

 

 

DEILA