Bók um Samherjaskjölin

Í dag kemur út bókin Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku sem er afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu þeirra Helga Seljan, Aðalsteins Kjartanssonar og Stefáns Aðalsteins Drengssonar á starfsemi Samherja í Afríku.

Í fréttatilkynningu segir eftirfarandi:

Í bókinni eru helstu niðurstöður Samherjaskjalanna svokölluðu dregnar saman og ítarlega gert grein fyrir vafasömum vinnubrögðum útgerðarfyrirtækisins við Afríkustrendur. Niðurstöðurnar eru sláandi og strax orðið ljóst að málið mun hafa áhrif á stjórnmála- og atvinnulíf þeirra landa sem koma við sögu.

Höfundar afsala sér öllum greiðslum vegna útgáfunnar og stefnt skal að því að höfundarlaun renni til hjálparstofnunar eða mannúðarsamtaka sem beita sér í Afríku.

DEILA