Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að greiða foreldrum barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Ísafjarðarbæ akstursstyrk. Aðeins er veittur einn styrkur á hvert heimili á ári óháð fjölda barna. Ekki er greiddur út styrkur til barna og unglinga sem eiga lögheimili í Skutulsfirði þar sem frístundarúta milli Skutulsfjarðar og Bolungarvíkur þjónar þeim.
Upphæð styrks fyrir heimili er 30.000 kr. á ári. Styrkir eru greiddir út einu sinni á ári, í desember, að undangenginni auglýsingu frá Ísafjarðarbæ og tilkynningu HSV til aðildarfélaga.
Síðasti dagur til að skila umsókn um styrk fyrir árið 2019 er 20. nóvember. Styrkir verða greiddir út 5. desember.
Nánari upplýsingar eru á vef Ísafjarðarbæjar.