Ný nýrri skýrslu Daða Más Kristóferssonar hagfræðings , sem unnin var fyrir Vísinda- og tækniráð um dreifingu opinbers fjár til rannsókna, þróunar og nýsköpunar eftir landshlutum kemur fram að um 16 milljarðar króna króna á ári rann til höfuðborgarsvæðisins á árunum 2014 til 2018. Um 1 milljarður króna rann til Norðurlands eystra, mikið til Háskólans á Akureyri, heldur lægri upphæð til Vesturlands (háskólinn á Bifröst) og hverfandi fjárhæðir til annarrra landshluta.
Hæst eru árleg framlög til rannsókna í háskólum, 6-8 milljarðar króna fara á höfuðborgarsvæðið 0,6-1 milljarður króna til Norðurlands eystra og heldur lægri upphæð inn á Vesturland.
Af öðrum sjóðum, þá er Rannsóknarsjóður hæstur með um 2,2 milljarða króna árleg framlög. Nánast allr rennur inn á höfuðborgarsvæðið.
Úr Tækniþróunarsjóði var úthlutað um 2 milljörðum króna árlega. Sömu sögu er að segja um skiptu fjárins milli landshluta og af rannsóknarsjóði.
Aðrir sjóðir höfðu mun minna til umráða. Framleiðsnisjóur um 100 milljónir , AVS, aukið virði sjávarafurðu 200 milljónir króna og Byggðastofnun um 240 milljónir króna.
Skattaafsláttur sem heimill er skv. lögum til rannsókna og fl. nam um 2,2 milljörðum króna árlega á þessu tímabili. Dreifing skattaafsláttarins eftir landshlutum var í takt við dreifinguna úr stóru sjóðunum.
Um skýrsluna segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:
„Augljóslega er verkefnið að stjórnvöld tryggi jafnræði hvað varðar tækifærin til að sækja í stuðningsumhverfið allt og hvetji stofnanir og einstaklinga um land allt til að sækja meira í rannsókna- og nýsköpunarsjóði. Það er skylda stjórnvalda að byggja upp vísinda- og nýsköpunarstarf um land allt.“