Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Bolungarvík

Rannsóknasetur Háskóla Íslands hefur á síðustu árum unnið að uppbyggingu rannsóknainnviða. Setrið hefur m.a. hlotið styrki til tækjakaupa á sviði sjávarrannsókna og nú í haust tekið í notkun stærri og endurbætta rannsóknaaðstöðu. Af þessu tilefni viljum við bjóða nágrönnum okkar, almenningi og skóla- og rannsóknasamfélagi Vestfjarða, að fagna með okkur miðvikudaginn 30. október á milli klukkan 15-17.

15:15 Ávarp Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands
15:25 Ávarp Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur
15:35 Uppbygging rannsóknaaðstöðu á Vestfjörðum: möguleikar fyrir framtíðina, rannsóknasamstarf, og kennslu á öllum skólastigum. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum.

Undirritun samstarfssamnings Rannsóknaseturs og Bolungarvíkurkaupstaðar.

15:55 – 17:00 Boðið verður upp á léttar veitingar, starfsfólk og rannsóknanemar verða á staðnum til að sýna og segja frá rannsóknum setursins.

Rannsóknasetrið er til húsa að Hafnargötu 9b, Bolungarvík. Við hvetjum alla til að mæta, þiggja veitingar og kynna sér rannsóknaaðstöðu og rannsóknir setursins.

DEILA