Opnuð hafa verið tilboð í ofanflóðavarnir á Patreksfirði. Lægsta tilboð í verkið átti Suðurverk, tilboðið er 1.311.684.930 kr. en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 1.209.954.500 kr.
Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til að tilboði Suðurverks verði tekið.
Framkvæmdir fela í sér að byggðir verða tveir varnargarðar ofan Vatnseyrarsvæðisins á
Patreksfirði. Annar varnargarðurinn, Mýrargarður, myndar fleyg fyrir ofan Hóla og Mýrar
meðan hinn varnargarðurinn, Urðargarður, verður samtengdur þvergarður og leiðigarður
og mun liggja fyrir ofan Urðargötu. Samtengdur við Urðargarð verður aurvarnargarður.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði er 17 hektara að stærð og áætlaður framkvæmdatími við gerð varnargarða er 3 – 4 ár. Garðarnir verða byggðir úr jarðefni og jarðvegsstyrkingakerfi
notað til að tryggja bratta garðanna flóðmegin. Gert er ráð fyrir að heildarrúmmál
mannvirkja verði um 170.000 rúmmetrar.
Á milli Urðargarðs og Mýrargarðs verður mótuð 150 m breið lægð í landið og er landmótunin hluti af snjótæknilegri hönnun garðanna. Þar er gert ráð fyrir að dýpt skeringa verði að meðaltali um 5 m.