Orgeltónleikar í Ísafjarðarkirkju.

Fimmtudagskvöldið 31. október kl. 20:00 verða orgeltónleikar í Ísafjarðarkirkju.

Eyþór Franzson Wechner leikur á orgel kirkjunnar verk eftir Bach, Mendelssohn, Karg-Elert, Mozart og Hafstein Þórólfsson.

Eyþór hóf píanónám 7 ára gamall í fæðingarbæ sínum Akranesi, en skipti 14 ára yfir á orgel, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Eyþór lauk A-gráðu og MA-gráðu í orgelleik árin 2012 og 2014 við „Hochschule für Musik und Theater Leipzig“. Aðalkennari hans í Leipzig var Próf. Stefan Engels. Meðfram náminu sótti hann meistaranámskeið hjá ýmsum nafnkunnum organistum. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi og í Ástralíu. Hann er nú organisti við Blönduóskirkju.

Aðgangur er 1.000 krónur.

DEILA