Meira um Kaufering

Í síðustu viku var sagt frá Kaufering, vinabæ Ísafjarðar í Þýskalandi. Þá vöknuðu spurningar um ástæðu þess að Ísafjörður ætti vinabæ í Suður-Þýskalandi.
Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar kom beiðni frá bæjaryfirvöldum í Kaufering árið 2013 með ósk um vinabæjarsamstarf. Það var svo í nóvember 2013 sem bæjarstjórar þessara bæja undirrituðu samkomulag um að stuðla að samskiptum á sviði listgreina, menningar og ungmennasamskipta.
Á undanförnum árum hafa grunnskólanemendur í Ísafjarðarbæ svo farið reglulega í vinabæjarheimsóknir til Kaufering og á móti fengið nemendur þaðan í heimsókn hingað.

DEILA