Ísafjarðarbær: ráðning sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fengið tillögu Intellecta um ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. Bæjarráð vísaði tillögunni um ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Tinna Ólafsdóttir vildi ekki upplýsa hver tillagan er og sagði að formlegu ráðningarferli væri ekki lokið fyrr en ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir. „Þangað til getum við ekki gefið upp hver það er.“

Umsækjendur um starfið voru sjö:

 

Axel Rodriguez Överby

Ármann Jóhannesson

Elham Aghabalaei Fakhri

Guðrún S. Hilmisdóttir

Jóhann Birkir Helgason

Jóhann Bæring Pálmason

Jón Sigurður Pétursson

DEILA