Handbolti: framfarir í leik Harðar

Daniel Wale leikur tvo Selfyssinga grátt.

Hörður tók á móti ungliði Selfoss á föstudaginn 26. október síðastliðinn.  Ekkert bólaði á liði Selfoss fyrr en 10 mínútum fyrir leik, þeir höfðu fengið þau skilaboð frá HSÍ að leikurinn hæfist klukkutíma seinna en raun var.

Því fengu Selfyssingarnir  mjög stutta upphitun og voru hálf ryðgaðir í byrjun leiks.  Hörður nýtti sér þetta og leiddi 6-5 þegar um stundarfjórðungur var liðinn af fyrri hálfleik.  Selfoss komst síðan betur inn í leikinn, áttu góðan kafla, og voru yfir 12-17 í hálfleik.

Hörður byrjaði svo seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn í 19-22, en þá gáfu Selfyssingar í og lokatölur leiksins urðu 26-36 Selfyssingum í vil.  Þráinn Ágúst Arnaldsson var markhæstur Ísfirðinga með 6 mörk.

 

Ljósmyndir : Benedikt Hermannsson

 

Tadeo Sakuna í baráttunni.
Elías Ari fer inn úr horninu.
DEILA