Vigur : salan ófrágengin

Eyjan Vigur og fjallið Hestur. Mynd : Mats Wibe Lund.

Eyjan Vigur hefur ekki enn verið seld. Davíð Ólafsson, fasteignasali vildi ekkert segja um framvindu málsins annað en að tilboð lægi fyrir, í því væru fyrirvarar og tímafrestur væri ekki liðinn. Hann sagðist eiga von á því að málin skýrðust í næstu viku.

Fram hefur komið í frétt í Vísi fyrr í þessum mánuði að Gísli Jónsson, bílstjóri hjá Arcitc Trucks og stundum nefndur pólfari eftir ferðalög sín á Suðurskautslandið, hafi fengið tilboð samþykkt í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Samkvæm heimildum Vísis hefur Gísli áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni og bæta í við það sem verið hefur hingað til.

DEILA