Vestri: stóri leikurinn í dag

Vestri leikur síðasta leik keppnistímabilsins í dag á Torfnesi og hefst leikurinn kl 14. Leikurinn  í dag er óvenjumikilvægur. Nú er allt undir. Með sigri á neðsta liði deildarinnar, Tindastól frá Sauðárkróki vinnur liðið sé sæti í fyrstu deild á næsta keppnistímabili.

Nái Vestri ekki sigri er ekkert víst í þeim efnum, því Selfoss gæti með sigri í sínum leik skotist upp fyrir Vestra og skilið Vestfirðingana eftir með sárt ennið.

 

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að fá sem allra flesta til að mæta á völlinn og hvetja Vestradrengi áfram til sigurs!

DEILA