Vestfirsk byggðafesta og búferlaflutningar þorpanna

Gestur í Vísindaporti vikunnar er Þóroddur Bjarnason og mun hann í erindi sínu kynna niðurstöður nýrrar rannsóknar á byggðafestu og búferlaflutningum í bæjum og þorpum með færri en tvö þúsund íbúa. Fjallað verður um búsetusögu, viðhorf og búsetufyrirætlanir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í samanburði við önnur svæði á Vestfjörðum og sambærileg byggðarlög annars staðar á landinu.

Þóroddur Bjarnason er prófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri og stýrir rannsókninni Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi á vegum Byggðastofnunar og ýmissa innlendra og erlendra háskóla. Hann lauk doktorsprófi í félagsfræði frá University of Notre Dame í Bandaríkjunum.

Vísindaportið fer fram næsta föstudag kl. 12:10-13 í kaffistofu Háskólaseturs og er opið öllum. Verið velkomin.

Streymt verður á slóðinni https://www.uw.is/vidburdir/Vestfirsk_byggdafesta_og_buferlaflutningar_thorpanna_/ 

DEILA