Næstkomandi laugardag 7. september fer þríþraut KRS fram í tuttugasta sinn. Þríþrautin sem er ein elsta þríþraut landsins og fer þannig fram að fyrst er 700 m sund með frjálsri aðferð í Sundlauginni í Bolungarvík, því næst eru hjólaðir 17 km. til Ísafjarðar og endað á að hlaupa 7 km. á Ísafirði. Keppnin er bæði einstaklings- og liðakeppni. Að sögn Kristbjörns Sigurjónssonar hefur þátttaka í gegnum árin verið mjög svipuð en skráningu lýkur kl 10 á föstudagskvöld en æskilegt er að ekki sé beðið með skráningu fram á síðustu stundu.
Styrktaraðilar keppninnar eru Orkubú Vestfjarða, CraftSport, Gamla bakaríið og Ölgerðin. Keppnin hefst kl 10 á laugardagsmorgun í Bolungarvík.