Á morgun, laugardaginn 7. September lýkur formlega sýningunni Feral Attraction: Museum of ghost ruminants, sem hefur verið til sýnis í sal Minjasafnsins að Hnjóti sl. tvö sumur. Listamennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, höfundar sýningarinnar verða á staðnum og kynna nýútkomna bók um sýninguna.
Harpa Eiríksdóttir mætir með rokkinn og ætlar að spinna úr ullinni sem hefur prýtt safnið undanfarna mánuði. Hún mun einnig kynna sútun á gærum og deila úr ullarviskubrunni sínum.
Heit súpa verður á hlóðunum, kaffi og gott spjall og allir eru velkomnir.