Safnahúsið – Form/Höfn – ný sýning

Á morgun laugardaginn 21. september verður opnuð sýningu á verkum Solveigar Eddu Vilhjálmsdóttur í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu. Í þessari sýningu ætlar listamaður sér að tjá þá andargift sem höfnin gefur. Hversdagshlutir hafnarverka – og sjómanna taka á sig mynd í huga listamannsins og takast á loft í hugmyndaflugi hans með samsetningu lita og forma þar sem hann skoðar sig um í grárri rigningunni, á höfninni á Ísafirði.
Solveig Edda Vilhjálmsdóttir er starfandi listamaður sem sérhæfir sig í olíumálun. Hennar hugarefni spanna víðan völl, allt frá feminískum, sem og pólitískum ádeilum, umhverfismálum og eigin lífi, svo eitthvað sé nefnt. Hún vinnur jafnt í abstrakt og fígúratívu formi. Solveig Edda hefur verið starfandi í ellefu ár og haldið jafnmargar einkasýningar hér á landi jafnt sem erlendis. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

DEILA