Björgunarskipin Kobbi Láka frá Bolungarvík og Gísli Jóns frá Ísafirði fóru í Aðalvík á Hornströndum í gærkvöldi vegna báts sem hafði rekið upp í fjöru. Legufæri bátsins hafði losnað fyrr um daginn og rak bátinn upp í fjöru. Þegar hann var dreginn á flot lagðist hann á hliðina og lak mikið af sjó um borð. Dæla þurfti sjó úr bátum áður en hægt var að draga hann til Ísafjarðar.
6 manns voru í landi og voru þeir sóttir á léttbát og fluttir til Ísafjarðar með björgunarskipi. Klukkan 3 í nótt kom Gísli Jóns með fólkið og bátinn og til hafnar á Ísafirði þar sem báturinn var hífður stax á land nokkuð laskaður.